top of page
Writer's pictureHrói höttur

Íslandsmeistaramót 2022

Trissuboginn og berboginn voru á laugardaginn og sveigboginn var á sunnudaginn. Það voru fjórir í trissuboga, tveir í berboga og tveir í sveigboga að keppa fyrir BF Hróa Hött.


Auðunn Andri Jóhannesson var í fjórða sæti í berboga karla

Eftir undankeppnina var hann í fjórða sæti með 339 stig og lenti svo á móti Sveini Sveinbjörnssyni og sveinn endaði með 6 stig og Auðunn með 2 stig.


Guðbjörg Reynis var í fyrsta sæti í berboga kvenna

Og var í fyrsta sæti eftir undankeppnina með 483 stig sem er jafnt núverandi íslandsmetinu og lenti svo á móti Lenu Sóley úr Akri og endað 6-0 og fór í gullústlit á móti Viktoríu Fönn og það fór líka 6-0 Guðbjörg vann líka bráðabanakeppnina þar sem allir skutu einni ör og sú sem er næst miðju vinnur.


Auðunn og Guðbjörg voru í fyrsta sæti í parakeppni berboga

Þau voru með 822 stig eftir undankeppnina og fóru í gullútslátt á móti Izaari Arnar og Viktoríu Fönn úr Akri og það fó 6-0.


Eowyn Marie Mamalias var í öðru sæti í trissuboga kvenna

Eftir undankeppnina var hún í fyrsta sæti með 573 stig og var 9 stigum yfir Helgu Kolbrúnu sem var næst. Eowyn fór svo í útslátt og vann á móti Þórdísi úr Boganum með 139 á móti 128 stigum og fór svo í semi finals á móti Ewu Ploszaj úr Boganum með 140 á móti 136 stigum og hún fór svo í gull á móti Önnu Maríu úr Akri og var með 138 en Anna María vann með 141 stigum.


Helga Kolbrún Magnúsdóttir var í 5.sæti í trissuboga kvenna

Eftir undankeppnina var hún í öðru sæti með 564 stig og fór útslátt á móti Söru úr Boganum þær voru jafnar með 141 stig svo þær fóru í bráðabanna þar sem báðir keppendur skjóta einni ör og sem er næst miðju vinnur og sara var nær miðjunni og helga endaði í 5.sæti.


Erla Marý Sigurpálsdóttir var í 6.sæti Erla í trissuboga kvenna

Eftir undankeppnina var hún í 6.sæti 546 stig og fór í útslátt á móti Önnu Maríu úr Akri Anna var með 145 en Erla Marý með 138 stig.


Nóam Óli Stefánsson var í 7.sæti í trissuboga karla

Hann var í 5.sæti eftir undankeppnina með 543 stig og fór svo í útslátt á móti Daníel úr Skaust Daníel var með 139 og Nóam 133 stig.


Eowyn,Helga og Erla lentu í fyrsta sæti í liðakeppni trissuboga kvenna

Þær vor í fyrsta sæti eftir undankeppnia með 1683 stig sem er nýtt íslandsmet gamla var 1677 og það var sett á síðasta íslandsmeistaramóti af þeim. Þær lentu á móti Boganum í gull úrslitum og voru með 226 á móti 216 stigum.


Eowyn og Nóam voru í þriðja sæti í parakeppni trissuboga

Eftir undankeppnina voru þau í þriðja sæti með 1116 stig.


Georg Elfarsson var í 5.sæti í sveigboga karla

Eftir undankeppnina var hann í fjórða sæti með 425 stig og fór í útslátt á móti Guðjóni sem vann hann 6-0.


Guðjón Ragnarsson var í 4.sæti í sveigboga karla

Eftir undankeppnina var hann í fimmta sæti með 386 stig og fór í útslátt á móti Georgi og vann 6-0 og fór svo í semifinals á móti Ragnari úr Boganum og það endaði 5-5 og fór í bráðabana og ragnar var nær miðjunu svo Guðjón fór í bronsústlitt á móti Oliveri úr Boganum og það endaði 5-5 fór annan bráðabana en Oliver var nær miðju


öll ústlit eru á ianseo.net





79 views0 comments

Comments


bottom of page