top of page

Íslandsmeistaramót innandyra 2025

  • Writer: Hrói höttur
    Hrói höttur
  • Apr 6
  • 2 min read

Á helgunum 8. - 9. mars og 22. og 23. mars stóð yfir Íslandsmeistarmót innandyra.

Félagið var með sitthvorn keppandan í U18 og U21 helgina 8. - 9. mars, þar sem systkinin Jóhannes Karl Klein og Ragnheiður Íris Klein komu til baka með sitthvort silfrið fyrir trissuboga og berboga.

Laugardaginn 22. mars voru þrír keppendur frá félaginu að keppa í trissuboga í opnum flokki.



Laugardaginn 8. mars keppti Ragnheiður Íris Klein í berboga U18 í unisex og kvennaflokki.

Í kvenna var hún með 438 stig í undankeppni og keppti við Ásborgu Styrmisdóttur um silfur og vann með 7 stig á móti 3 stigum. Í unisex var hún með 438 stig í undankeppni og keppti á móti Ásborgu Styrmisdóttur um brons og vann með 6 stig á móti 0 stigum.



Jóhannes Karl Klein keppti bæði í U21 unisex og karlaflokki, og í meistaraflokki í unisex, meistaraflokki og liðakeppni í trissuboga.

Í U21 unisex var hann með 543 stig í undankeppni og keppti við Freyju Benediktsdóttur um brons og tapaði með 132 stig á móti 138 stigum.

Í U21 karla var hann með 543 stig í undankeppni og keppti við Ragnar Smára Jónasson um gull og tapaði með 135 stig á móti 145 stigum.

Í meistaraflokki unisex var hann með 542 stig í undankeppni og lenti í 9. sæti. Í meistaraflokki karla var hann með 542 í undankeppni og keppti við Alfreð Birgisson um brons og tapaði með 138 stig á móti 144 stigum.

Í meistarflokki liðakeppninni fengu þau Jóhannes Karl, Eowyn Marie og Erla Marý 223 stig í undankeppni og kepptu við lið Akur og töpuðu.


Eowyn Marie Alburo Mamalias keppti í meistaraflokki trissuboga í unisex og kvennaflokki.

Í unisex var hún með 560 stig í undankeppni og lenti í 6. sæti.

Í kvennflokki var hún með 560 stig í undankeppni og keppti um brons við Önnu Maríu Alfreðsdóttur og tapaði með 139 stig á móti 140 stigum.


Erla Marý Sigurðardóttir keppti í meistaraflokki trissuboga í unisex og kvennaflokki. Í unisex var hún með 555 stig í undankeppni og lenti í 5. sæti.

Í kvennaflokki var hún með 555 stig í undankeppni og lenti einnig þar í 5. sæti.


Hægt er að nálgast niðurstöður og myndbönd af útsláttum hér:



Comments


  • Facebook
  • Instagram

Bogfimifélagið Hrói Höttur

hroihottur

Hraunvallaskóli, Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður

Hamranesvöllur, Hvaleyravatnsvegur, 221 Hafnarfjörður

bottom of page