top of page
  • Writer's pictureHrói höttur

Íslandsmeistaramót 2023


Frá vinstri efri lína: Auðunn Andri Jóhannesson, Guðbjörg Reynis, Jóhannes Karl Klein. neðri lína Erla Marý Sigurpálsdóttir, Eowyn Marie Mamalias

Íslandsmeistaramótið 2023 í opnum flokki var um helgina 25-26 febrúar.

Trissuboginn og berboginn voru á laugardaginn, sveigboginn og langboginn voru á sunnudaginn.

Það voru þrír í trissuboga, tveir í berboga að keppa fyrir BF Hróa Hött og það var farið heim með 7 verðlaun 3 gull 2 silfur og 2 brons.
Eowyn Marie Mamalias var í fyrsta sæti í kvenna og kynlausum flokkum í trissuboga

Eftir undankeppnina var hún með 568 stig og var fyrsta sæti í Trissuboga kvenna flokki og þriðja sæti í kynlausum flokki með sama skor og Þorsteinn Halldórsson úr ÍF Akur í öðru sæti og bara einu stigi á eftir Nóa Barkarson úr BF Boganum sem var í fyrsta sæti með 569.


Í kvenna flokki fór Eowyn í útslátt og lenti á móti Matthildi Magnúsdóttur úr BF Boganum og vann með 141 á móti 140 stigum. Fór svo í semi finals á móti Önnu Maríu Alfreðsdóttur úr ÍF Akur og vann með 140 á móti 139 stigum og hún fór svo í gull á móti Erlu Marý Sigurpálsdóttur úr BF Hróa Hetti og vann með 143 á móti 137 stigum.


Í kynlausum flokki fór Eowyn í útslátt og á móti Alberti Ólafssyni úr BF Boganum og vann með 144 á móti 137 stigum. Fór svo í semi finals á móti Þorsteini Halldórssyni úr ÍF Akur og vann með 144 á móti 138 stigum. og hún fór svo í gull á móti AlfreðBirgissyni úr ÍF Akur og vann með 141 á móti 139 stigum.Erla Marý Sigurpálsdóttir var í öðru sæti í trissuboga kvenna

Eftir undankeppnina var hún með 547 stig og var 7.sæti í Trissuboga kvenna flokki og 11.sæti í kynlausum flokki.


Í kvenna flokki fór Erla í útslátt og lenti á móti Freyju Dís Benediktsdóttur og vann með 143 á móti 139 stigum. Fór svo í semi finals á móti Þórdísi Unni Bjarkadóttur þær enduðu báðar með 137 stig og fóru í double shot of báðar með 9 í bæði skipti en Erla var nær í seinna skiptið. og hún fór svo í gull á móti Eowyn Marie Mamalias úr BF Hróa Hetti með Eowyn vann með 143 á móti 137 stigum og Erla lenti í öður sæti.Guðbjörg Reynis var í fyrsta sæti í kynlausum flokkum og öðru sæti í kvenna flokki í Berboga og nýtt Íslandsmet

Eftir undankeppnina var hún með 503 sem er nýtt Íslandsmet stig og var fyrsta sæti í Berboga kvenna flokki og í kynlausum flokki.


Í kvenna flokki fór Guðbjörg í útslátt og lenti á móti Rakel Arnþórsdóttur úr ÍF Akur og vann 6-0 fór svo í gull á móti Hebu Róbertsdóttur úr BF Boganum en Heba vann með 6-2.


Í kynlausum flokki fór Guðbjörg í útslátt og lenti á móti Sveini Sveinbjörnssyni úr BF Boganum og vann með 7-3 og fór svo í gull á móti Gumma Guðjónssyni úr BF Boganum og vann með 6-4.Auðunn Andri Jóhannesson og Guðbjörg Reynis voru í þriðja sæti í Berboga Parakeppni

Í undankeppninni vöru þau með 855 stig og enduðu í þriðja sæti 19 stigum fyrir aftann seinna lið BF Bogans sem lentu í öðru sæti.Jóhannes Karl Klein var með 486 stig og lenti í 6 sæti í Trissuboga karla flokki og í 16 sæti í kynlausum flokki.

Í karla flokki fór Jóhannes í útslátt og lenti á móti Alfreð Birgissyni úr ÍF Akur en Alfreð vann með 142 stigum á móti 115.


Auðunn Andri Jóhannesson var 5 sæti eftir undankeppnina með 352 stig.Myndbönd af medalíu keppnunum eru hér: https://www.youtube.com/@ArcheryTVIceland/videos

Allar niðurstöður frá mótinu eru hér: https://ianseo.net/Details.php?toId=12825

Meiri upplýsingar er hægt að finna á: https://archery.is/ og https://bogfimi.is/
65 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page